Gekk fram á „sæskrímsli“ í fjörunni við Geldinganes Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 14:35 Hvorki Björn né hundurinn hans voru sérstaklega spenntir þegar þeir löbbuðu fram á 30 sentímetra langan orminn. Vísir Leiðsögumaðurinn Björn Júlíus Grímsson gekk fram á það sem líkist risastórri syndandi margfætlu í fjörunni við Geldinganes í gær. Hann grínast með að um „sæskrímsli“ hafi verið að ræða. Líffræðingur segir að þarna sé á ferðinni sérlega glæsilegt eintak af burstaormi. „Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty Reykjavík Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty
Reykjavík Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira