Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 14:05 Frá þessu sjónarhorni, sem dómararnir skoðuðu í leiknum eins og sést á mynd, sést að Ólafur Ægir Ólafsson togaði í treyju Igors Kopishinsky í átökum þeirra úti við hliðarlínu. Stöð 2 Sport Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta).
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira