Afturelding bauð upp á alls konar þjónustu í tengslum við heimaleiki sína í fyrrasumar og þeir ætla að halda því áfram í ár.
Fyrsti heimaleikurinn er klukkan 19.30 í kvöld en þá koma Þórsarar frá Akureyri í heimsókn. Leikurinn fer reyndar ekki fram í Mosfellsbænum heldur á Framvellinum í Úlfarsárdal.
Það breytir því samt ekki að Mosfellingar bjóða upp á öðruvísi þjónustu fyrir stuðningsmenn sína.
Að þessu sinni verður í boði að kaupa fótsnyrtingu frá Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar. Áhorfendur geta þar með fengið fótsnyrtingu og horft á fótboltaleik á sama tíma.