Sólveig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úrsögn úr SGS Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2023 20:05 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa átt lítið erindi í Starfsgreinasambandinu. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga. Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30