Eiga sérstakan búnað til drónavarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 14:15 Frá heimsókn Mike Pence til Íslands. Viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Vilhelm Gunnarsson Allt drónaflug verður bannað á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Brot geta varðað fimm ára fangelsi. „Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33