Íslendingar borða mest af dýraafurðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 13:11 Hver Íslendingur borðar að meðaltali rúmlega 170 grömm af kjöti á dag. Nærri helmingur kaloríuinntöku Íslendinga kemur frá dýraafurðum. Neysla sjávarafurða spilar þar stóra rullu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent. Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent.
Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira