Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 09:52 Gréta María tók við stöðu forstjóra Arctic Adventures í lok árs 2021. Vísir/Vilhelm Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Adventures. Ekki kemur fram til hvaða verkefna Gréta María hverfur en segja má að hún hafi verið á töluverðu flakki í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hún sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar í maí 2020 eftir framgöngu Festesmanna í hlutabótaumræðunni. Félagið þáði bætur frá ríkinu þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað. Það fannst henni ganga gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna. Níu mánuðum síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsrisanum Brimi. Rúmu hálfi áru síðar hafði Gréta María söðlað um en þá tók hún við starfi forstjóra Arctic Adventures sem hún hefur stýrt til dagsins í dag. Í tilkynningunni frá Arctic adventus segir að nýi forstjórinn Ásgeir hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður. „Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, fjárfestingarstjóri TM, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf Kviku og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Kviku. Ásgeir Baldurs.Aðsend Stjórn Arctic Adventures þakkar Grétu Maríu fyrir hennar mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásgeir hefur störf á næstu dögum. Um Arctic Adventures: Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Ársvelta félagsins var um 5,2 milljarðar króna í fyrra. Helstu dótturfélög Arctic Adventures eru Into the Glacier, Lava Tunnel og Your Day Tours. Stærstu hluthafar Arctic Adventures eru fjárfestingafélagið Stoðir með 35% hlut, Icelandic Tourism Fund, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 20% hlut og Freyja, framtakssjóður á vegum Kviku eignastýringar, með 16% hlut.“ Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33 Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23 Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Adventures. Ekki kemur fram til hvaða verkefna Gréta María hverfur en segja má að hún hafi verið á töluverðu flakki í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hún sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar í maí 2020 eftir framgöngu Festesmanna í hlutabótaumræðunni. Félagið þáði bætur frá ríkinu þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað. Það fannst henni ganga gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna. Níu mánuðum síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsrisanum Brimi. Rúmu hálfi áru síðar hafði Gréta María söðlað um en þá tók hún við starfi forstjóra Arctic Adventures sem hún hefur stýrt til dagsins í dag. Í tilkynningunni frá Arctic adventus segir að nýi forstjórinn Ásgeir hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður. „Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, fjárfestingarstjóri TM, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf Kviku og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Kviku. Ásgeir Baldurs.Aðsend Stjórn Arctic Adventures þakkar Grétu Maríu fyrir hennar mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásgeir hefur störf á næstu dögum. Um Arctic Adventures: Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Ársvelta félagsins var um 5,2 milljarðar króna í fyrra. Helstu dótturfélög Arctic Adventures eru Into the Glacier, Lava Tunnel og Your Day Tours. Stærstu hluthafar Arctic Adventures eru fjárfestingafélagið Stoðir með 35% hlut, Icelandic Tourism Fund, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 20% hlut og Freyja, framtakssjóður á vegum Kviku eignastýringar, með 16% hlut.“
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33 Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23 Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33
Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23
Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00