Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er ánægð með lífið á ítalíu en hún fær góðan stuðning frá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a> Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a>
Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira