„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:30 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna gefur lítið fyrir málsvörn leigusala. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira