Chelsea vann einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Leicester City þar sem leiknum var einfaldlega lokið í hálfleik. Hin norska Guro Reiten kom Chelsea yfir snemma leiks og Erin Cuthbert tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu.
Pernille Harder – sem mun spila með Íslendingaliði Bayern München á næstu leiktíð – bætti við þriðja og fjórða markinu fyrir lok fyrri hálfleiks. Lauren James og Jelena Čanković skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleik og Chelsea endaði á að vinna leikinn örugglega 6-0.
GOALS GALORE! #CFCW pic.twitter.com/zq1OCpBdyp
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 10, 2023
Sigur Arsenal á Brighton & Hove Albion var í raun jafn sannfærandi en Stina Blackstenius skoraði tvívegis á fyrstu átta mínútum leiksins. Frida Leonhardsen-Maanum og Victoria Pelova bættu við þriðja og fjórða markinu áður flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Three BIG points pic.twitter.com/0gWY5YS5on
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 10, 2023
Chelsea er með 49 stig í 2. sæti að loknum 19 leikjum, stigi minna en Man United er á toppnum með stigi meira eftir 20 leiki. Skytturnar eru með 44 stig í 3. sæti eftir 19 leiki.