Busquets vann allt sem hægt var að vinna með Barcelona og allt stefnir í að hann skilja við liðið sem Spánarmeistari en Börsungar eru með níu og hálfan fingur á titlinum.
Barcelona birti hjartnæmt kveðjumyndband í dag þar sem staðfest var að hinn 34 ára gamli Busquets myndi halda á vit ævintýranna í sumar. Hann hefur verið orðaður við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum sem og lið í Sádi-Arabíu.
Busquets hóf að spila fyrir aðallið Barcelona eftir að Pep Guardiola tók við þjálfun liðsins. Var hann gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði sem er talið eitt það besta í sögunni.
Ásamt því að verða spænskur meistari átta sinnum – níu ef talinn er með titillinn sem verður staðfestur hvað á hverju, spænskur bikarmeistari sjö sinnum, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða þrívegis þá varð Busquets einnig Evrópu- og heimsmeistari með Spáni.
A Barça legend says goodbye. #5ergioUnic pic.twitter.com/SWlDN2GtA2
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 10, 2023
Hann spilaði alls 143 A-landsleiki fyrir Spán á ferli sinum en það er nokkuð lýsandi fyrir stöðu Busquets að hann hafi aðeins skorað í þeim tvö mörk.
„Þetta var langt því frá að vera auðveld ákvörðun en nú er tími til kominn,“ sagði Busquets um ákvörðun sína.