„Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2023 10:01 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. Boðað hefur verið til mótmæla vegna efnahagsástands og aðgerðaleysis stjórnvalda á Austurvelli á laugardag og þar er Ásthildur Lóa á meðal skipuleggjenda, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Ásthildur telur ljóst að þúsundir muni lenda í húsnæðisvandræðum ef bágbornu ástandi á húsnæðismarkaði linnir ekki - og þar vísar hún til bæði hárra vaxta og verðtryggðra lána. „Að okkar mati er að byggjast upp hérna neyðarástand og það er jafnvel byrjað. Leigjendur eru komnir á götuna, staðan er þannig. Þannig að við erum einhvern veginn að horfa á allt fara í ranga átt hérna á Íslandi,“ segir Ásthildur. Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017 og var kosin á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu þingkosningum árið 2021.Vísir/Einar Vill banna verðtryggingu á neytendalánum Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017. „Mín barátta byrjaði af því að ég var ein af þeim sem tók gengistryggð lán eftir hrun. Og barðist útaf því. Ég var ekkert að átta mig á hvernig verðtryggingin í sjálfu sér virkaði. Ég var raunar hissa á því hvað Hagsmunasamtök heimilanna voru mikið að berjast gegn verðtryggingunni. En svo eftir að ég kom inn í samtökin er ég komin alla leið á þann bát. Þetta er bara einhver mesti skaðvaldur sem er til í íslensku efnahagskerfi og hún hefur miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir og ekki bara áhrif á þau sem taka verðtryggð lán. Áhrifin eru miklu meiri. Til dæmis virkar þetta stýrivaxtatæki seðlabankans eiginlega bara alls ekki eða mun verr og mjög illa þegar eins mörg lán heimila eru verðtryggð og raun ber vitni um. Þegar þetta er sagt þá á verðtrygging að vera á lánum milli fagfjárfesta og ríkisskuldabréfum og slíku, hún á bara aldrei nokkurn tímann að vera á lánum neytenda,“ segir Ásthildur. Bankarnir stórgræði á ástandinu Ásthildur Lóa telur raunhæft að banna verðtryggingu á íslenskum neytendalánum með öllu. Það kynni að valda hræringum um tíma en að sannarlega sé það hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Öll önnur lönd í heiminum eru ekki með verðtryggingu, hún er til í tveimur öðrum löndum í heiminum og er varla notuð þar. Það eru ekki einu sinni lönd sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Ásthildur. „Ég er nú með eitt frumvarp sem snýst um að fólk fái að skipta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð án þess að þurfa að fara í greiðslumat fyrir því eða að það bætist við skuldir þeirra. Lausnin er í raun ekki flóknari en sú. Það er bara vel hægt að gera þetta,“ heldur hún áfram. „Ef bankarnir væru ekki með verðtryggingu á lánum myndu þeir þurfa að passa sig miklu betur. En eins og staðan er í dag græða þeir á verðbólgu. Þeir græða stórkostlega á verðbólgu. Við erum bara að horfa upp á það núna. Sá gróði sem er að koma núna á hækkun verðtryggðra lána í 10% verðbólgu er að fara að koma inn til bankanna í massavís innan ekki mjög langs tíma. Hver einasta ríkisstjórn að minnsta kosti frá hruni og væntanlega lengur hefur varið fjármálakerfið og hagsmuni þess með kjafti og klóm gegn hagsmunum heimilanna. Og ég held að þetta snúist ekki um neitt annað en það,“ segir Ásthildur Lóa. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Ísland í dag Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30 Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla vegna efnahagsástands og aðgerðaleysis stjórnvalda á Austurvelli á laugardag og þar er Ásthildur Lóa á meðal skipuleggjenda, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Ásthildur telur ljóst að þúsundir muni lenda í húsnæðisvandræðum ef bágbornu ástandi á húsnæðismarkaði linnir ekki - og þar vísar hún til bæði hárra vaxta og verðtryggðra lána. „Að okkar mati er að byggjast upp hérna neyðarástand og það er jafnvel byrjað. Leigjendur eru komnir á götuna, staðan er þannig. Þannig að við erum einhvern veginn að horfa á allt fara í ranga átt hérna á Íslandi,“ segir Ásthildur. Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017 og var kosin á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu þingkosningum árið 2021.Vísir/Einar Vill banna verðtryggingu á neytendalánum Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017. „Mín barátta byrjaði af því að ég var ein af þeim sem tók gengistryggð lán eftir hrun. Og barðist útaf því. Ég var ekkert að átta mig á hvernig verðtryggingin í sjálfu sér virkaði. Ég var raunar hissa á því hvað Hagsmunasamtök heimilanna voru mikið að berjast gegn verðtryggingunni. En svo eftir að ég kom inn í samtökin er ég komin alla leið á þann bát. Þetta er bara einhver mesti skaðvaldur sem er til í íslensku efnahagskerfi og hún hefur miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir og ekki bara áhrif á þau sem taka verðtryggð lán. Áhrifin eru miklu meiri. Til dæmis virkar þetta stýrivaxtatæki seðlabankans eiginlega bara alls ekki eða mun verr og mjög illa þegar eins mörg lán heimila eru verðtryggð og raun ber vitni um. Þegar þetta er sagt þá á verðtrygging að vera á lánum milli fagfjárfesta og ríkisskuldabréfum og slíku, hún á bara aldrei nokkurn tímann að vera á lánum neytenda,“ segir Ásthildur. Bankarnir stórgræði á ástandinu Ásthildur Lóa telur raunhæft að banna verðtryggingu á íslenskum neytendalánum með öllu. Það kynni að valda hræringum um tíma en að sannarlega sé það hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Öll önnur lönd í heiminum eru ekki með verðtryggingu, hún er til í tveimur öðrum löndum í heiminum og er varla notuð þar. Það eru ekki einu sinni lönd sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Ásthildur. „Ég er nú með eitt frumvarp sem snýst um að fólk fái að skipta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð án þess að þurfa að fara í greiðslumat fyrir því eða að það bætist við skuldir þeirra. Lausnin er í raun ekki flóknari en sú. Það er bara vel hægt að gera þetta,“ heldur hún áfram. „Ef bankarnir væru ekki með verðtryggingu á lánum myndu þeir þurfa að passa sig miklu betur. En eins og staðan er í dag græða þeir á verðbólgu. Þeir græða stórkostlega á verðbólgu. Við erum bara að horfa upp á það núna. Sá gróði sem er að koma núna á hækkun verðtryggðra lána í 10% verðbólgu er að fara að koma inn til bankanna í massavís innan ekki mjög langs tíma. Hver einasta ríkisstjórn að minnsta kosti frá hruni og væntanlega lengur hefur varið fjármálakerfið og hagsmuni þess með kjafti og klóm gegn hagsmunum heimilanna. Og ég held að þetta snúist ekki um neitt annað en það,“ segir Ásthildur Lóa.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Ísland í dag Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30 Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37
Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30
Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55