„Mesti skaðvaldur sem til er í íslensku efnahagskerfi“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2023 10:01 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fer hörðum orðum um íslenska bankakerfið í viðtali við Ísland í dag og hvetur til þess að verðtryggð neytendalán verði bönnuð. Boðað hefur verið til mótmæla vegna efnahagsástands og aðgerðaleysis stjórnvalda á Austurvelli á laugardag og þar er Ásthildur Lóa á meðal skipuleggjenda, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Ásthildur telur ljóst að þúsundir muni lenda í húsnæðisvandræðum ef bágbornu ástandi á húsnæðismarkaði linnir ekki - og þar vísar hún til bæði hárra vaxta og verðtryggðra lána. „Að okkar mati er að byggjast upp hérna neyðarástand og það er jafnvel byrjað. Leigjendur eru komnir á götuna, staðan er þannig. Þannig að við erum einhvern veginn að horfa á allt fara í ranga átt hérna á Íslandi,“ segir Ásthildur. Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017 og var kosin á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu þingkosningum árið 2021.Vísir/Einar Vill banna verðtryggingu á neytendalánum Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017. „Mín barátta byrjaði af því að ég var ein af þeim sem tók gengistryggð lán eftir hrun. Og barðist útaf því. Ég var ekkert að átta mig á hvernig verðtryggingin í sjálfu sér virkaði. Ég var raunar hissa á því hvað Hagsmunasamtök heimilanna voru mikið að berjast gegn verðtryggingunni. En svo eftir að ég kom inn í samtökin er ég komin alla leið á þann bát. Þetta er bara einhver mesti skaðvaldur sem er til í íslensku efnahagskerfi og hún hefur miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir og ekki bara áhrif á þau sem taka verðtryggð lán. Áhrifin eru miklu meiri. Til dæmis virkar þetta stýrivaxtatæki seðlabankans eiginlega bara alls ekki eða mun verr og mjög illa þegar eins mörg lán heimila eru verðtryggð og raun ber vitni um. Þegar þetta er sagt þá á verðtrygging að vera á lánum milli fagfjárfesta og ríkisskuldabréfum og slíku, hún á bara aldrei nokkurn tímann að vera á lánum neytenda,“ segir Ásthildur. Bankarnir stórgræði á ástandinu Ásthildur Lóa telur raunhæft að banna verðtryggingu á íslenskum neytendalánum með öllu. Það kynni að valda hræringum um tíma en að sannarlega sé það hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Öll önnur lönd í heiminum eru ekki með verðtryggingu, hún er til í tveimur öðrum löndum í heiminum og er varla notuð þar. Það eru ekki einu sinni lönd sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Ásthildur. „Ég er nú með eitt frumvarp sem snýst um að fólk fái að skipta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð án þess að þurfa að fara í greiðslumat fyrir því eða að það bætist við skuldir þeirra. Lausnin er í raun ekki flóknari en sú. Það er bara vel hægt að gera þetta,“ heldur hún áfram. „Ef bankarnir væru ekki með verðtryggingu á lánum myndu þeir þurfa að passa sig miklu betur. En eins og staðan er í dag græða þeir á verðbólgu. Þeir græða stórkostlega á verðbólgu. Við erum bara að horfa upp á það núna. Sá gróði sem er að koma núna á hækkun verðtryggðra lána í 10% verðbólgu er að fara að koma inn til bankanna í massavís innan ekki mjög langs tíma. Hver einasta ríkisstjórn að minnsta kosti frá hruni og væntanlega lengur hefur varið fjármálakerfið og hagsmuni þess með kjafti og klóm gegn hagsmunum heimilanna. Og ég held að þetta snúist ekki um neitt annað en það,“ segir Ásthildur Lóa. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Ísland í dag Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30 Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla vegna efnahagsástands og aðgerðaleysis stjórnvalda á Austurvelli á laugardag og þar er Ásthildur Lóa á meðal skipuleggjenda, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Ásthildur telur ljóst að þúsundir muni lenda í húsnæðisvandræðum ef bágbornu ástandi á húsnæðismarkaði linnir ekki - og þar vísar hún til bæði hárra vaxta og verðtryggðra lána. „Að okkar mati er að byggjast upp hérna neyðarástand og það er jafnvel byrjað. Leigjendur eru komnir á götuna, staðan er þannig. Þannig að við erum einhvern veginn að horfa á allt fara í ranga átt hérna á Íslandi,“ segir Ásthildur. Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017 og var kosin á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu þingkosningum árið 2021.Vísir/Einar Vill banna verðtryggingu á neytendalánum Ásthildur Lóa varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna árið 2017. „Mín barátta byrjaði af því að ég var ein af þeim sem tók gengistryggð lán eftir hrun. Og barðist útaf því. Ég var ekkert að átta mig á hvernig verðtryggingin í sjálfu sér virkaði. Ég var raunar hissa á því hvað Hagsmunasamtök heimilanna voru mikið að berjast gegn verðtryggingunni. En svo eftir að ég kom inn í samtökin er ég komin alla leið á þann bát. Þetta er bara einhver mesti skaðvaldur sem er til í íslensku efnahagskerfi og hún hefur miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir og ekki bara áhrif á þau sem taka verðtryggð lán. Áhrifin eru miklu meiri. Til dæmis virkar þetta stýrivaxtatæki seðlabankans eiginlega bara alls ekki eða mun verr og mjög illa þegar eins mörg lán heimila eru verðtryggð og raun ber vitni um. Þegar þetta er sagt þá á verðtrygging að vera á lánum milli fagfjárfesta og ríkisskuldabréfum og slíku, hún á bara aldrei nokkurn tímann að vera á lánum neytenda,“ segir Ásthildur. Bankarnir stórgræði á ástandinu Ásthildur Lóa telur raunhæft að banna verðtryggingu á íslenskum neytendalánum með öllu. Það kynni að valda hræringum um tíma en að sannarlega sé það hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Öll önnur lönd í heiminum eru ekki með verðtryggingu, hún er til í tveimur öðrum löndum í heiminum og er varla notuð þar. Það eru ekki einu sinni lönd sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Ásthildur. „Ég er nú með eitt frumvarp sem snýst um að fólk fái að skipta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð án þess að þurfa að fara í greiðslumat fyrir því eða að það bætist við skuldir þeirra. Lausnin er í raun ekki flóknari en sú. Það er bara vel hægt að gera þetta,“ heldur hún áfram. „Ef bankarnir væru ekki með verðtryggingu á lánum myndu þeir þurfa að passa sig miklu betur. En eins og staðan er í dag græða þeir á verðbólgu. Þeir græða stórkostlega á verðbólgu. Við erum bara að horfa upp á það núna. Sá gróði sem er að koma núna á hækkun verðtryggðra lána í 10% verðbólgu er að fara að koma inn til bankanna í massavís innan ekki mjög langs tíma. Hver einasta ríkisstjórn að minnsta kosti frá hruni og væntanlega lengur hefur varið fjármálakerfið og hagsmuni þess með kjafti og klóm gegn hagsmunum heimilanna. Og ég held að þetta snúist ekki um neitt annað en það,“ segir Ásthildur Lóa.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Ísland í dag Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37 Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30 Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. 4. maí 2023 13:37
Útlán bankanna og verðbólga Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. 2. maí 2023 08:30
Seðlabankinn afnemur allar hömlur á binditíma verðtryggðra innlána Reglur sem kveða á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkunum, sem eru einkum í eigu heimilanna og nema hundruðum milljarða króna, verða afnumdar, að sögn seðlabankastjóra, en þær hafa verið í gildi frá því undir lok síðustu aldar. Breytingin gæti ýtt undir aukinn sparnað á tímum þegar verðbólgan hefur aukist hröðum skrefum og heimilin eru á ný farin að sækja í verðtryggð íbúðalán. 7. mars 2023 10:55