Kærustuparið að verða liðsfélagar íslensku landsliðsstelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 10:30 Magdalena Eriksson og Pernille Harder hafa unnið marga titla með Chelsea undanfarin ár. Getty/Naomi Baker - Knattspyrnuparið Magdalena Eriksson og Pernille Harder eru að enda tíma sinn hjá Chelsea og ætla að færa sig yfir í Íslendingaliðið Bayern München fyrir næstu leiktíð. Erlendir fjölmiðlar segja frá því að landsliðskonurnar ætli að hjálpa Bayern að taka næsta skref en þýska liðið féll út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Hin sænska Eriksson spilar sem miðvörður og hefur verið hjá Chelsea en hún kom til enska liðsins frá Linkoping. Hin danska Harder spilar í fremstu víglínu og hefur verið leikmaður Chelsea frá 2020 eftir að enska félagið borgaði Wolfsburg metupphæð fyrir hana. Uppgifter: Eriksson och Harder klara för Bayern https://t.co/NSOISELX9d— Sportbladet (@sportbladet) May 9, 2023 Báðar eru þær frábærir leikmenn sem eru á leiðinni á HM í sumar með landsliðum sínum. Tími þeirra hjá Chelsea var mjög farsæll en þær hjálpuðu liðinu meðal annars að vinna enska meistaratitilinn bæði 2021 og 2022 auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar. Eriksson og Harder hafa báðar spilað marga landsleiki fyrir þjóð sína, Harder 140 leiki fyrir danska landsliðið en Eriksson 95 landsleiki fyrir það sænska. Þær hafa verið par frá árin 2014. Real Madrid var líka á eftir þeim en Bayern hafði betur. Þær verða því liðsfélagar íslensku landsliðskvennananna Glódísar Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á næstu leiktíð. Multiple sources tell me & @paulitos that Magdalena Eriksson & Pernille Harder have signed a deal with Bayern Munich. Expected to join when the contract with Chelsea expires, unless something unexpected happens.More here https://t.co/HxUm7ittalhttps://t.co/h4eQR0bSLA pic.twitter.com/yPlUnMpB5U— Amanda Zaza (@amandaezaza) May 9, 2023 Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja frá því að landsliðskonurnar ætli að hjálpa Bayern að taka næsta skref en þýska liðið féll út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Hin sænska Eriksson spilar sem miðvörður og hefur verið hjá Chelsea en hún kom til enska liðsins frá Linkoping. Hin danska Harder spilar í fremstu víglínu og hefur verið leikmaður Chelsea frá 2020 eftir að enska félagið borgaði Wolfsburg metupphæð fyrir hana. Uppgifter: Eriksson och Harder klara för Bayern https://t.co/NSOISELX9d— Sportbladet (@sportbladet) May 9, 2023 Báðar eru þær frábærir leikmenn sem eru á leiðinni á HM í sumar með landsliðum sínum. Tími þeirra hjá Chelsea var mjög farsæll en þær hjálpuðu liðinu meðal annars að vinna enska meistaratitilinn bæði 2021 og 2022 auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar. Eriksson og Harder hafa báðar spilað marga landsleiki fyrir þjóð sína, Harder 140 leiki fyrir danska landsliðið en Eriksson 95 landsleiki fyrir það sænska. Þær hafa verið par frá árin 2014. Real Madrid var líka á eftir þeim en Bayern hafði betur. Þær verða því liðsfélagar íslensku landsliðskvennananna Glódísar Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur á næstu leiktíð. Multiple sources tell me & @paulitos that Magdalena Eriksson & Pernille Harder have signed a deal with Bayern Munich. Expected to join when the contract with Chelsea expires, unless something unexpected happens.More here https://t.co/HxUm7ittalhttps://t.co/h4eQR0bSLA pic.twitter.com/yPlUnMpB5U— Amanda Zaza (@amandaezaza) May 9, 2023
Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira