Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2023 23:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að marki Hauka. Vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira