Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:41 Ágúst Gylfason hefur nóg að hugsa um þessa dagana. Visir/ Diego Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
„Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leik lokið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti