Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos í kvöld. Hann nældi sér í gult spjald á 97. mínútu leiksins. Ögmundur Kristinsson sat á bekknum hjá Olympiacos.
Staðan í deildinni þegar ein umferð er eftir er þannig að AEK Aþena er með 80 stig á toppi deildarinnar með 80 stig. Hörður Björgvin og félagar eru í 2. sæti með 77 stig en mun lakari markatölu.
Kristian Nökkvi var allt í öllu í 4-2 sigri Jong Ajax á Den Haag í B-deildinni í Hollandi. Kristian Nökkvi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri kvöldsins.
Half-time: 2-0!
— AFC Ajax (@AFCAjax) May 8, 2023
Hlynsson
Warmerdam#jajado pic.twitter.com/vAp9WRLkjn
Jong Ajax er í 13. sæti með 46 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.