Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 14:58 Rússneskur hermaður nærri Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í byrjun maí. AP Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41