Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 12:20 Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner Group, hefur áður sakað rússneska herinn um að reyna að gera út af við málaliðahópinn. Getty/Mikhail Svetlov Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent