Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2023 11:04 Hlaupahjólið sem olli brunanum í nótt og Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir. Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir.
Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30