Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2023 13:03 Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Henni lauk þó rúmri klukkustund síðar. Vísir/RAX Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum.
Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17
Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39