Starfsfólk Flensborgar uggandi og óttast uppsagnir Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. maí 2023 13:01 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar. Starfsfólk skólans gagnrýnir mögulegan samruna skólans og Tækniskólans. Vísir/Vilhelm Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22