Látið fjörðinn í friði Pálmi Gunnarsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun