Sjáðu öll mörkin, múrinn brotna og skallann frá þeim markahæsta Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 09:30 Framarar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍBV að velli í 5. umferðinni og hér fagna þeir einu marka sinna. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar náðu að halda marki sínu hreinu í 425 mínútur áður en þeir fengu loks á sig mark í gærkvöld. Þeir unnu samt 4-1 sigur gegn Keflavík, í Bestu deildinni í fótbolta, á meðan að Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin úr 5. umferð má nú sjá á Vísi. Pablo Punyed kom Víkingi yfir gegn Keflavík og staðan var 1-0 fram á 57. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði, og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þá skoraði hins vegar Marley Blair fyrir Keflavík og þrátt fyrir að skotið væri ekki frábært þá varð hann fyrstur til að finna leiðina framhjá Ingvari Jónssyni þetta sumarið. Danijel Dejan Djuric innsiglaði hins vegar sigur Víkings í kjölfarið. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Keflavíkur Breiðablik skoraði sín mörk gegn Stjörnunni á fyrstu tíu mínútunum, og hélt svo marki sínu hreinu í annað sinn á tímabilinu. Í fyrra markinu sóttu Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Johannesen fram vinstri kantinn og komu boltanum svo út á Gísla Eyjólfsson sem lék laglega á Jóhann Árna Gunnarsson og skoraði með skoti utan teigs. Stefán Ingi Sigurðarson hélt svo áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hann skallaði fasta og góða fyrirgjöf Jasonar Daða Svanþórssonar í netið af stuttu færi og er markahæstur í deildinni með sex mörk. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks Á miðvikudagskvöld fóru fram fjórir leikir og má sjá mörk og helstu atvik úr leikjunum hér að neðan. KA vann 4-2 sigur gegn FH, Fram fagnaði sínum fyrsta sigri þegar liðið vann ÍBV 3-1, HK lagði KR að velli 1-0 í fyrsta heimaleik KR-inga, sem leikinn var á Seltjarnarnesi, og Valsmenn völtuðu hreinlega yfir Fylki í Árbæ, 6-1. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Pablo Punyed kom Víkingi yfir gegn Keflavík og staðan var 1-0 fram á 57. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði, og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þá skoraði hins vegar Marley Blair fyrir Keflavík og þrátt fyrir að skotið væri ekki frábært þá varð hann fyrstur til að finna leiðina framhjá Ingvari Jónssyni þetta sumarið. Danijel Dejan Djuric innsiglaði hins vegar sigur Víkings í kjölfarið. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Keflavíkur Breiðablik skoraði sín mörk gegn Stjörnunni á fyrstu tíu mínútunum, og hélt svo marki sínu hreinu í annað sinn á tímabilinu. Í fyrra markinu sóttu Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Johannesen fram vinstri kantinn og komu boltanum svo út á Gísla Eyjólfsson sem lék laglega á Jóhann Árna Gunnarsson og skoraði með skoti utan teigs. Stefán Ingi Sigurðarson hélt svo áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hann skallaði fasta og góða fyrirgjöf Jasonar Daða Svanþórssonar í netið af stuttu færi og er markahæstur í deildinni með sex mörk. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks Á miðvikudagskvöld fóru fram fjórir leikir og má sjá mörk og helstu atvik úr leikjunum hér að neðan. KA vann 4-2 sigur gegn FH, Fram fagnaði sínum fyrsta sigri þegar liðið vann ÍBV 3-1, HK lagði KR að velli 1-0 í fyrsta heimaleik KR-inga, sem leikinn var á Seltjarnarnesi, og Valsmenn völtuðu hreinlega yfir Fylki í Árbæ, 6-1. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira