Jákvæð skref til framtíðar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2023 07:31 Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun