Girðing og myndavélar ekki stöðvað ferðamenn við að létta á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 22:13 Ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina á Djúpavogi. Skjáskot ja.is Engin salernisaðstaða er við helsta verslunarkjarna Djúpavogs og ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina. Heimastjórn og íbúar í nágrenninu eru ósátt við stöðuna. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu