Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 20:44 Reykur yfir Kænugarði í kvöld. Getty/Muhammed Enes Yildirim Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á. Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55