Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 20:44 Reykur yfir Kænugarði í kvöld. Getty/Muhammed Enes Yildirim Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á. Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Frekar en að láta drónann fljúga áfram stjórnlausan var hann skotinn niður yfir miðbæ Kænugarðs en íbúar, sem margir hverjir voru á leið í neðanjarðarbyrgi og lestarstöðvar, fönguðu atvikið á myndband. Myndböndin sýna að skotið var á drónann úr byssum, sem hæfðu hann ekki. Honum var svo grandað með eldflaug og féll brak hans logandi til jarðar. Dróninn, sem var af gerðinni Bayraktar TB-2 og framleiddur í Tyrklandi, mun hafa verið skotinn niður af hermönnum sem sérhæfa sig í að skjóta niður dróna eins og Shahed-sjálfsprengidrónana frá Íran sem Rússar nota í miklu magni til árása í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að líklegast hafi verið um bilun að ræða og að málið sé til rannsóknar. Engan hafi sakað þegar dróninn var skotinn niður. #Ukraine: A Ukrainian Bayraktar TB2 UCAV was shot down by a Ukrainian surface-to-air missile over Kyiv in an example of friendly fire. pic.twitter.com/r9m11PfXND— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) May 4, 2023 Fregnir hafa borist af frekari sprengingum í Kænugarði en það hefur ekki verið staðfest. Rússar hafa gert tíðar árásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu á undanförnum dögum. Þá hafa Rússar sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því að tveir drónar voru sprengdir í loft upp yfir Kreml í vikunni og saka þá um að hafa reynt að myrða Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann var þó ekki í Kreml þegar sprengingarnar áttu sér stað og þær virðast hafa valdið litlum skemmdum. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa gert árásina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3. maí 2023 22:37
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55