Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár.
Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það.
Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti.
Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar
Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa.

Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að.
Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan.