Messi mun fara ókeypis í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:31 Lionel Messi mun yfirgefa París í sumar en hvert fer hann? Getty/Sebastian Frej Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans. Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár. Franski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár.
Franski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira