Bílastæði verða fjarlægð við Sólfarið og varnargarður breikkaður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:26 Sólfarið hefur verið sérstaklega vinsæll áningarstaður ferðamanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bílastæði við Sólfarið fá að fjúka, sjóvarnargarður verður lagfærður og gróður verður meira áberandi, samkvæmt nýju deiliskipulagi við Norðurströnd, strandsvæðið milli Hörpu og Laugarness. Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira