Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 14:15 Brynjar segist taka eftir því að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að þingmaðurinn „Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum.“ Honum finnst það ekkert tiltökumál og mörg dæmi finnist um að þingmenn séu að stússa í öðru samhliða þingmennsku. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira