Ósýnilegu láglaunakonurnar Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar 3. maí 2023 11:30 Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun