Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. maí 2023 07:49 Víðast hvar virðist fjölmiðlafrelsi vera á undanhaldi. Paul Zinken/Getty Images Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland. Fjölmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland.
Fjölmiðlar Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira