Tryggðu sér sæti í úrslitum á troðfullum Emirates velli: „Vonandi verður þetta bara normið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 20:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik gærkvöldsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Þýska liðið Wolfsburg komst í gærkvöldi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal 3-2 á Emirates vellinum í gærkvöldi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og því varð að framlengja leikinn. Sigurmarkið kom rétt fyrir lok framlengingarinnar, en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði einnig 2-2. „Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira
„Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjá meira