HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. maí 2023 08:01 Stúdíó Flétta og Ýrúrarí bjóða upp á Pítsustund í Gallery Port í dag. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars. Sunna Ben HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Hörpunni í dag frá klukkan níu til fjögur. Þar munu sérfræðingar á sviðum hönnunar, arkitektúrs og listar hvaðan af úr heiminum halda erindi sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) Það verður líf og fjör um allan bæ í kvöld, þar á meðal á Hafnartorgi og í Ásmundarsal. FÓLK Reykjavík verður með opnunarhóf á Hafnartorgi frá klukkan 18:00-20:00 þar sem þau sýna húsgagna- og vöruhönnun en FÓLK var valið Besta fjárfesting í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2022. Á sama tíma opnar tilraunakennd sýning sem ber heitið Fró(u)n, sem er hönnunarrannsókn sem hefur það að markimiði að búa til kynlífsleikföng úr postulíni og íslenskum leir. Sýningin Innsýni opnar einnig á Hafnartorgi í kvöld með lifandi tónlist og fjöri. Markmið sýningarinnar er að kynna unga og nýútskrifaða íslenska hönnuði fyrir íslenskum og erlendum markaði. Sýningin Innsýni opnar á Hafnartorgi í dag.HönnunarMars Í Gallery Porti verða svo tvær opnanir, Pítsustund með Fléttu og Ýrúrarí og Blíður ljómi. Þar verður hægt að panta sér þæfða pizzu og kíkja inn í draumkenndan heim. Sýningin Litir og ljós x NYC eftir textílhönnuðinn og listakonuna Evu Thoru opnar í versluninni STEiNUNN, Grandagarði 17, klukkan 17:00 í dag. Eva Thora er fædd á Íslandi en búið í New York borg síðan hún var barn og hafa báðir staðir mótað hennar listsköpun. Hér má svo nálgast nánari upplýsingar um dagskrána fyrir daginn í dag. Gleðilegan HönnunarMars. HönnunarMars Myndlist Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Hörpunni í dag frá klukkan níu til fjögur. Þar munu sérfræðingar á sviðum hönnunar, arkitektúrs og listar hvaðan af úr heiminum halda erindi sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) Það verður líf og fjör um allan bæ í kvöld, þar á meðal á Hafnartorgi og í Ásmundarsal. FÓLK Reykjavík verður með opnunarhóf á Hafnartorgi frá klukkan 18:00-20:00 þar sem þau sýna húsgagna- og vöruhönnun en FÓLK var valið Besta fjárfesting í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2022. Á sama tíma opnar tilraunakennd sýning sem ber heitið Fró(u)n, sem er hönnunarrannsókn sem hefur það að markimiði að búa til kynlífsleikföng úr postulíni og íslenskum leir. Sýningin Innsýni opnar einnig á Hafnartorgi í kvöld með lifandi tónlist og fjöri. Markmið sýningarinnar er að kynna unga og nýútskrifaða íslenska hönnuði fyrir íslenskum og erlendum markaði. Sýningin Innsýni opnar á Hafnartorgi í dag.HönnunarMars Í Gallery Porti verða svo tvær opnanir, Pítsustund með Fléttu og Ýrúrarí og Blíður ljómi. Þar verður hægt að panta sér þæfða pizzu og kíkja inn í draumkenndan heim. Sýningin Litir og ljós x NYC eftir textílhönnuðinn og listakonuna Evu Thoru opnar í versluninni STEiNUNN, Grandagarði 17, klukkan 17:00 í dag. Eva Thora er fædd á Íslandi en búið í New York borg síðan hún var barn og hafa báðir staðir mótað hennar listsköpun. Hér má svo nálgast nánari upplýsingar um dagskrána fyrir daginn í dag. Gleðilegan HönnunarMars.
HönnunarMars Myndlist Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10