Sú besta sneri aftur þegar Barcelona tryggði sér titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 20:30 Titlinum fagnað. Twitter@FCBfemeni Barcelona tryggði sér sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeild kvenna, með þægilegum 3-0 sigri á Huelva. Það sem meira er, Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims, sneri aftur á völlinn eftir margra mánaða fjarveru. Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira