Freyja gerð ódauðleg með styttu í Osló Bjarki Sigurðsson skrifar 30. apríl 2023 07:46 Freyja mun nú dvelja alla tíð á hafnarbakkanum. EPA/Annika Byrde Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló. Rostungurinn Freyja var vinsælasti rostungur heims um tíma þegar hún stundaði það að spóka sig á hafnarbökkum víðs vegar um Noreg. Átti hún það til að reyna að leggja sig í bátum, sem hún endaði á því að sökkva vegna þunga síns, og var það athæfi ekki jafn vinsælt. Hún varð heimsfræg og ferðuðust margir til hafna þar sem hún lá og tóku mynd af sér með henni. Fiskistofa Noregs hafði þó varað fólk við því að nálgast hana of mikið þar sem talið var að ef hún teldi sér ógnað gæti hún brugðist illa við. Klippa: Rostungurinn Freyja veldur usla Fólk átti þó erfitt með að hemja sig og fékk Freyja að finna fyrir því. Fiskistofa ákvað að það þyrfti að aflífa hana vegna ágengni sem skapaði hættuástand. Nú hefur verið reist bronsskúlptúr af Freyju á hafnarbakka í Osló. Styttan var gerð af listamanninum Astri Tonoian, sem nefndi hana „For Our Sins“ eða „Vegna synda okkar“ og er þar að meina að Freyja hafi verið drepin vegna synda okkar mannfólksins. „Svona kemur mannkynið fram við náttúruna, en það er líka svona sem menn koma fram við aðra menn. Það var svona sem við komum fram við Freyju,“ hefur BBC eftir Tonoian. Noregur Styttur og útilistaverk Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Rostungurinn Freyja var vinsælasti rostungur heims um tíma þegar hún stundaði það að spóka sig á hafnarbökkum víðs vegar um Noreg. Átti hún það til að reyna að leggja sig í bátum, sem hún endaði á því að sökkva vegna þunga síns, og var það athæfi ekki jafn vinsælt. Hún varð heimsfræg og ferðuðust margir til hafna þar sem hún lá og tóku mynd af sér með henni. Fiskistofa Noregs hafði þó varað fólk við því að nálgast hana of mikið þar sem talið var að ef hún teldi sér ógnað gæti hún brugðist illa við. Klippa: Rostungurinn Freyja veldur usla Fólk átti þó erfitt með að hemja sig og fékk Freyja að finna fyrir því. Fiskistofa ákvað að það þyrfti að aflífa hana vegna ágengni sem skapaði hættuástand. Nú hefur verið reist bronsskúlptúr af Freyju á hafnarbakka í Osló. Styttan var gerð af listamanninum Astri Tonoian, sem nefndi hana „For Our Sins“ eða „Vegna synda okkar“ og er þar að meina að Freyja hafi verið drepin vegna synda okkar mannfólksins. „Svona kemur mannkynið fram við náttúruna, en það er líka svona sem menn koma fram við aðra menn. Það var svona sem við komum fram við Freyju,“ hefur BBC eftir Tonoian.
Noregur Styttur og útilistaverk Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira