„Ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:47 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld. „Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti