Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2023 19:19 Jeppi Stefáns Hrafnkells verður sennilega ekki nýttur í jeppaferðir á næstunni. Facebook/Stefán Hrafnkell Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann. Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira