Á fimmtudagskvöld mættust Everton og Newcastle í Guttagarði í Bítlaborginni. Heimamenn eru í hörku fallbaráttu á meðan gestirnir úr norðrinu láta sig dreyma um Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Gestirnir komust 3-0 yfir og voru í fínum málum þegar heimamenn minnkuðu muninn. Örskömmu síðar tók Isak – sem hafði aðeins verið inn á vellinum í tæpar sex mínútur – á rás miðlínunni.
Hann óð upp vinstri vænginn, virtist vera fastur úti við hornfána en lék á tvo leikmenn Everton, rak boltann meðfram endalínunni áður en hann potaði honum fyrir markið á Murphy sem gat ekki annað en skorað.
An absolutely breathtaking assist from Alex Isak. pic.twitter.com/NTO1AzoZBQ
— Newcastle United FC (@NUFC) April 27, 2023
Það er sagt að mynd segir meira en 1000 orð en hér segir myndband allt sem þarf. Ótrúleg stoðsending og það virðist lítið geta stöðvað Newcastle í leit sinni að Meistaradeildarsæti.