Hollywood muni laðast að Gufunesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 16:09 Teikningar af kvikmyndaverunum í Gufunesi. +Arkitektar Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar
Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30