Hansen skoraði einnig eina mark liðsins er Barcelona vann fyrri leikinn á Stamford Bridge, 0-1, í síðustu viku.
Eftir þunga sókn Börsunga í leik kvöldsins kom Hansen liðinu loks í forystu með marki á 64. mínútu áður en Guro Reiten jafnaði metin þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Samantha Kerr.
Þetta reyndust þó einu mörk leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Börsungar eru því á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2- sigur þar sem liðið mætir annað hvort Arsenal eða Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg.