Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum af völdum of stórs skammts af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tuttugu og eins árs gamall karlmaður var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum við heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík í fyrra. Við heyrum í saksóknara um niðurstöðuna.

Héraðsdómur hefur dæmt íbúðareiganda í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni sinni og selja hana vegna yfirgengilegrar ruslasöfnunar. Við kynnum okkur þetta sérstaka mál.

Þá verðum við í beinni frá tjaldsvæðinu í Laugardal – þar sem fólk sem býr í hjólhýsum hefur boðað til íbúafundar í kvöld vegna þess að þeim hefur verið gert að yfirgefa svæðið í maí. Þá heyrum við í fólki um snjókomu í sumarbyrjun og verðum í beinni frá tónleikum Hinsegin kórsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×