Jerry Springer látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:44 Jerry Springer á viðburði í New York árið 2010. AP/Richard Drew Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna