Foreldrar – treystum ekki skilyrðislaust Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:01 Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Sjá meira
Ágætu foreldrar og forsjáraðilar. Sumarið er framundan og getur það verið spennandi tími fyrir börnin ykkar. Tími þar sem tækifæri gefast til að verja tíma að heiman, hitta nýja vini og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Margt áhugavert er í boði fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann; vinnuskólinn, sumarbúðir, leikja-, reið- og sundnámskeið, myndlistar- og siglinganámskeið og svo mætti lengi telja. Það getur verið flókið að velja hvaða sumarnámskeið hentar fyrir barnið þitt. Margt ólíkt er í boði, tímarammi sem hentar, kostnaður og síðast en ekki síst áhugasvið barnsins. Allt þetta spilar inn í ákvörðun hvers foreldris. Það þarf líka að huga að því hvort þau sem bjóða upp á þjónustuna hafi stefnur og verkferla varðandi eineltismál sem gætu komið upp, grun um kynferðisofbeldi og allt annað ofbeldi sem getur því miður átt sér stað. Fyrir utan viðbragðsáætlanir ef slys verða. Flest þau sem bjóða upp á hin ýmsu námskeið, verkefni og leiki eru með metnaðarfullt starf og vel þjálfað starfsfólk og við verðum að treysta því að allir séu alltaf að gera sitt besta. En traust þarf ekki að vera skilyrðislaust. Því viljum við hjá Barnaheillum hvetja ykkur til að spyrja spurninga áður en þið skráið börnin ykkar í hvers kyns sumarævintýri. Með því að vita hvaða spurninga á að spyrja, hvernig gott getur verið að tala við barn eða ungling um öryggi þeirra og hvað ber að varast, geta foreldrar og forsjáraðilar fundið meira sjálfstraust í ákvörðunum sínum um hvað þau velja fyrir börnin sín að gera í sumar. Hér koma tillögur að spurningum sem þú sem foreldri, getur velt fyrir þér og spyrja að áður en þú leyfir viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun að annast barnið þitt. Hver er stefnan hjá ykkur varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? Hvernig er ráðningarferli háttað? Er almennt sakavottorð nóg? Eru meðmæli athuguð? Hver er stefna eða siðareglur varðandi samskipti milli starfsmanna og ungmenna? Hvernig er fylgst með samskiptum milli fullorðinna og barna? En milli barna? Er hugað að öruggu umhverfi? Hvernig er tekið á óviðeigandi hegðun (bæði barna og fullorðinna) eða ásökunum um kynferðislegt ofbeldi eða áreiti? Hvaða þjálfun og fræðslu stendur starfsfólki til boða? Það er mikilvægt að öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum, ef þeir eru fyrir hendi, sé gerð grein fyrir stefnu viðkomandi stofnunar/félags og hvernig fyrirkomulagi sé háttað varðandi tilkynningar um allt er veldur áhyggjum eða jafnvel ásökunum. Sum félög/samtök bjóða foreldrum og öðrum umönnunaraðilum upp á fræðslu af þessu tagi, því vitað er að upplýstir foreldrar og forsjáraðilar eru mikilvægir hlekkir í að veita börnum öryggi. Barnaheill bjóða upp á öfluga fræðslu í forvörnum gegn ofbeldi. Kynntu þér málið á barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun