Refsing þyngd fyrir manndráp af gáleysi í Plastgerðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 15:59 Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag klukkan 14. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest og þyngt refsingu yfir tveimur yfirmönnum í Plastgerð Suðurnesja fyrir manndráp af gáleysi í verksmiðju fyrirtækisins sumarið 2017. Þeir eru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Þrír yfirmenn voru sakfelldir fyrir manndráp í héraðsdómi árið 2021 og tveir þeirra áfrýjuðu dómnum til Landsréttar sem staðfesti dóminn í fyrrasumar. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Yfirmennirnir tveir, sem voru framkvæmdastjóri og verksmiðjustjóri, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar og svo Hæstaréttar töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi. Þá byggðu þeir á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Hvorki dómarar við Landsrétt né Hæstarétt féllust á þau rök. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að ekkert væri komið fram í málinu sem hnekkti mati Landsréttar um að framkvæmdastjórinn hefði borið ábyrgð atvinnurekanda á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt. Verksmiðjustjórinn hefði borið því meðal annars við að hann hefði verið í orlofi þegar hann var upplýstur um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur og gæti því ekki borið refsiábyrgð í málinu. Hæstiréttur taldi það að verksmiðjustjórinn væri í orlofi leysti hann ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum. Hann hefði brugðist skyldu sinni að gera allt sem hann hefði getað til að afstýra yfirvofandi slysahættu sem hafi verið fyrir hendi. Hæstiréttur segir að framkvæmdastjóranum og verksmiðjustjóranum hafi borið að bregðast við þeim upplýsingum sem þeir höfðu fengið frá undirmanni sínum um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur með því að banna notkun vélarinnar eða sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Þetta athafnaleysi þeirra yrði lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem undirmaður þeirra var líkt og þeir sakfelldur fyrir með dómi héraðsdóms. Hæstiréttur þyngdi refsingu bæði framkvæmdastjórans og verksmiðjustjórans. Refsing framkvæmdastjórans var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og refsing verksmiðjustjórans fangelsi í tvo mánuði. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og litið til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru hefði dregist úr hófi án þess að ákærðu yrði kennt um. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13 Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þrír yfirmenn voru sakfelldir fyrir manndráp í héraðsdómi árið 2021 og tveir þeirra áfrýjuðu dómnum til Landsréttar sem staðfesti dóminn í fyrrasumar. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Yfirmennirnir tveir, sem voru framkvæmdastjóri og verksmiðjustjóri, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar og svo Hæstaréttar töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi. Þá byggðu þeir á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Hvorki dómarar við Landsrétt né Hæstarétt féllust á þau rök. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að ekkert væri komið fram í málinu sem hnekkti mati Landsréttar um að framkvæmdastjórinn hefði borið ábyrgð atvinnurekanda á því að vinnuverndarákvæðum væri fylgt. Verksmiðjustjórinn hefði borið því meðal annars við að hann hefði verið í orlofi þegar hann var upplýstur um að öryggisbúnaðurinn hefði verið aftengdur og gæti því ekki borið refsiábyrgð í málinu. Hæstiréttur taldi það að verksmiðjustjórinn væri í orlofi leysti hann ekki undan refsiábyrgð á vanrækslu sinni á skyldum. Hann hefði brugðist skyldu sinni að gera allt sem hann hefði getað til að afstýra yfirvofandi slysahættu sem hafi verið fyrir hendi. Hæstiréttur segir að framkvæmdastjóranum og verksmiðjustjóranum hafi borið að bregðast við þeim upplýsingum sem þeir höfðu fengið frá undirmanni sínum um að öryggisrofi á hættulegri vél hefði verið aftengdur með því að banna notkun vélarinnar eða sjá til þess að starfsmenn yrðu upplýstir um aftengingu öryggisbúnaðarins. Þetta athafnaleysi þeirra yrði lagt að jöfnu við að þeir hafi með gáleysislegu liðsinni í verki eða á annan hátt átt þátt í því manndrápi af gáleysi sem undirmaður þeirra var líkt og þeir sakfelldur fyrir með dómi héraðsdóms. Hæstiréttur þyngdi refsingu bæði framkvæmdastjórans og verksmiðjustjórans. Refsing framkvæmdastjórans var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og refsing verksmiðjustjórans fangelsi í tvo mánuði. Refsingin var skilorðsbundin til tveggja ára og litið til þess að rannsókn málsins og útgáfa ákæru hefði dregist úr hófi án þess að ákærðu yrði kennt um.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13 Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. 24. október 2022 20:13
Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent