Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2023 21:10 Freyr Pálsson, hönnunarstjóri Fjarðarheiðarganga hjá Vegagerðinni. Egill Aðalsteinsson Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að gerð Dýrafjarðarganga lauk fyrir nærri þremur árum hefur jarðgangagerð legið niðri hérlendis. Hjá Vegagerðinni miðast undirbúningur við að Fjarðarheiðargöng verði næst. Freyr Pálsson, hönnunarstjóri Fjarðarheiðarganga hjá Vegagerðinni, segir að hægt verði að byrja á göngunum á næsta ári, 2024, svo fremi að fjármögnun liggi fyrir. Þegar 46 milljarða króna og 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng eru borin saman við 12 milljarða króna og 5,3 kílómetra löng Dýrafjarðargöng sést hversu yfirþyrmandi stór austfirsku göngin eru, bæði í lengd og kostnaði. Fjarðarheiðargöng eru talin verða nærri fjórfalt dýrari en Dýrafjarðargöng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og nýlegt útboð í breikkun Reykjanesbrautar, sem skilaði fjögurra milljarða króna tilboði, og þykir stórt verk, er þó bara einn tólfti af göngunum. Þegar spurt er hversvegna kostnaðaráætlun Fjarðarheiðarganga hækkaði á einu ári um ellefu milljarða króna eru fjórir milljarðar skýrðir með verðlagshækkun. „Þá ertu kominn upp í 39 milljarða, frá 35,“ segir Freyr. Hann segir meiri vegagerð þýða aukinn kostnað. Þá kalli lengd ganganna og vatnsleki á að bora þurfi könnunarholur jafnóðum í varúðarskyni. „Það er meira vatn yfir okkur. Það er lengra fjall sem við erum að fara undir. Lengri leið. Og mögulegur meiri vatnsagi. En þetta eigum við alveg að þola,“ segir Freyr. Þá verði göngin breiðari. „Göngin verða meter breiðari og þetta kostar frekari styrkingar líka. Þannig að kostnaður við styrkingar hefur líka aukist um tuttugu prósent,“ segir Freyr. Meðan Fjarðarheiðargöng eru talin kosta 46,3 milljarða áætlar Vegagerðin að tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, alls 12,4 kílómetra löng, myndu með tengivegum kosta 39,5 milljarða eða um sjö milljörðum minna. Rauði leggurinn táknar Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Grænu leggirnir eru hinn valkosturinn, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verktími ganga um Mjóafjörð yrði fjögur og hálft til sex ár miðað við sjö ár undir Fjarðarheiði. „Það eru tvenn göng og við getum þá grafið þau hraðar frá fjórum stöfnum, sem sagt sitthvorum enda ganganna.“ Hönnun og umhverfismat eru hins vegar eftir fyrir hinn valkostinn, gangatvennu um Mjóafjörð. „Við þyrftum svona fjögur ár í undirbúningstíma, þrjú til fjögur ár.“ -Þannig að þau yrðu ekki tilbúin mikið fyrr? „Nei, þau yrðu ekki tilbúin mikið fyrr,“ svarar hönnunarstjóri Fjarðarheiðarganga. Í þættinum Ísland í dag fyrir tveimur vikum mátti heyra ólík sjónarmið um valkostina: Múlaþing Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. 14. apríl 2023 10:40 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eftir að gerð Dýrafjarðarganga lauk fyrir nærri þremur árum hefur jarðgangagerð legið niðri hérlendis. Hjá Vegagerðinni miðast undirbúningur við að Fjarðarheiðargöng verði næst. Freyr Pálsson, hönnunarstjóri Fjarðarheiðarganga hjá Vegagerðinni, segir að hægt verði að byrja á göngunum á næsta ári, 2024, svo fremi að fjármögnun liggi fyrir. Þegar 46 milljarða króna og 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng eru borin saman við 12 milljarða króna og 5,3 kílómetra löng Dýrafjarðargöng sést hversu yfirþyrmandi stór austfirsku göngin eru, bæði í lengd og kostnaði. Fjarðarheiðargöng eru talin verða nærri fjórfalt dýrari en Dýrafjarðargöng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og nýlegt útboð í breikkun Reykjanesbrautar, sem skilaði fjögurra milljarða króna tilboði, og þykir stórt verk, er þó bara einn tólfti af göngunum. Þegar spurt er hversvegna kostnaðaráætlun Fjarðarheiðarganga hækkaði á einu ári um ellefu milljarða króna eru fjórir milljarðar skýrðir með verðlagshækkun. „Þá ertu kominn upp í 39 milljarða, frá 35,“ segir Freyr. Hann segir meiri vegagerð þýða aukinn kostnað. Þá kalli lengd ganganna og vatnsleki á að bora þurfi könnunarholur jafnóðum í varúðarskyni. „Það er meira vatn yfir okkur. Það er lengra fjall sem við erum að fara undir. Lengri leið. Og mögulegur meiri vatnsagi. En þetta eigum við alveg að þola,“ segir Freyr. Þá verði göngin breiðari. „Göngin verða meter breiðari og þetta kostar frekari styrkingar líka. Þannig að kostnaður við styrkingar hefur líka aukist um tuttugu prósent,“ segir Freyr. Meðan Fjarðarheiðargöng eru talin kosta 46,3 milljarða áætlar Vegagerðin að tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, alls 12,4 kílómetra löng, myndu með tengivegum kosta 39,5 milljarða eða um sjö milljörðum minna. Rauði leggurinn táknar Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Grænu leggirnir eru hinn valkosturinn, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verktími ganga um Mjóafjörð yrði fjögur og hálft til sex ár miðað við sjö ár undir Fjarðarheiði. „Það eru tvenn göng og við getum þá grafið þau hraðar frá fjórum stöfnum, sem sagt sitthvorum enda ganganna.“ Hönnun og umhverfismat eru hins vegar eftir fyrir hinn valkostinn, gangatvennu um Mjóafjörð. „Við þyrftum svona fjögur ár í undirbúningstíma, þrjú til fjögur ár.“ -Þannig að þau yrðu ekki tilbúin mikið fyrr? „Nei, þau yrðu ekki tilbúin mikið fyrr,“ svarar hönnunarstjóri Fjarðarheiðarganga. Í þættinum Ísland í dag fyrir tveimur vikum mátti heyra ólík sjónarmið um valkostina:
Múlaþing Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. 14. apríl 2023 10:40 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52
Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni. 14. apríl 2023 10:40
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent