Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2023 22:31 Sigrún Sigurðardóttir er í stjórn Geðhjálpar. sigurjón ólason Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00