Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 11:30 Kallas og Zelenskí við undirritunina í Zítómír héraði. EPA Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar.
Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira